Merki: Deerhunter
Vörunúmer: 4914
Framboð: Á Lager
25.900 ISK
Án skatts: 25.900 ISK

Valmöguleikar

Vatnsfráhrindandi hitavestið frá Deerhunter er mætt, það hitar þig upp á sekúndum. Það er hiti í öllu vestinu, bakinu, maganum, bringunni og hliðunum

Deerhunter vestið er tilvalið til að vera í innanundir úlpu, jakka eða slíkt, frábært fyrir morgnana sem þú þarft að skafa af bílnum og skjálfa á leiðinni í vinnuna eða skólann.

Það virkar með einum hnappi í brjóstvasanum og er með þrjár stillingar,

hnappurinn litast eftir hita:

  • Rauður: Mesti hitinn - 55°C
  • Grænn: Miðlungs - 45°C
  • Blár: Minnsti - 38°C
Rautt er best til að koma hitanum upp, annars er gott að hafa á grænu eða bláu, bláa stillingin heldur þægilegum líkamshita.Hleðslubanki og snúra til að hlaða bankann fylgir. Það eru 2 innri vasar, 3 vasar að framan og stillanleg teygja í botninum.


Leiðbeiningar:

Settu hleðslubankann í innri vasann og settu hann í samband með USB snúrinni sem er þar.Haltu hnappinum í fremri inni þar til ljós birtist á hnappinum, það byrjar á rauðu (hæstu) stillingunni.Smella þarf 1 sinni til að skipta um stillingu, ef í rauðu, kemur græna, ef í grænu, kemur bláa, ef í bláu, kemur rauða.Halda skal inni hnappinum þar til ljós slökknar til að slökkva á hitanum.

Hægt er að þvo í þvottavél

P.S.
Það er frekar kalt hér í Vesturröst þegar ég skrifa þetta, þannig ég skellti mér í þetta vesti og það virkar mjög vel, þetta er ekki þykkt vesti og þú finnur ekkert fyrir vírunum eða hleðslubankanum, ég var með vestið á bláu (minnstu) stillingunni innandyra. Þetta svínvirkar.