SKILMÁLAR

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Vesturrastar til neytenda.

Við veitum upplýsingar um vörur eftir okkar bestu vitund hverju sinni. Við birtum allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi á milli vefverslunar og verslunar.

Ennfremur áskilum við okkur rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.