Ný og uppfærð útgáfa af vinsæla hitavestinu frá deerhunter núna með tveimur hita plötum að framan og einni að aftan.
Hitavestið hitar þig upp á stuttum tíma , Fislétt og þægilegt.
Hleðslubanki fylgir ekki vestum en hægt að fá hann hér.
Smeltu hér til að panta Hleðslubanka
Deerhunter vestið er tilvalið til að vera í innanundir úlpu, jakka eða slíkt, frábært fyrir morgnana sem þú þarft að skafa af bílnum , fyrir þá sem vinna úti og skjálfa hálfan daginn á leiðinni.
• efnið teygist á 2 vegu
• tveir renndir vasar að utan með rennilás
• einn bringu vasi að utan með rennilás
• tveir innri vasar
• 3 mismunandi hitastig
• tvær hita plötur að framan og ein á bakinu
• hægt að þvo í þvottavél
• ON/OFF takki í bringu vasa
Það virkar með einum hnappi í bringu vasa
hnappurinn litast eftir hita:
Rauður: Mesti hitinn
Grænn: Miðlungs
Blár: Minnsti
Rautt er best til að koma hitanum upp, annars er gott að hafa á grænu eða bláu, bláa stillingin heldur þægilegum líkamshita.
Leiðbeiningar:
Settu hleðslubankann í bringu vasann og settu hann í samband með USB snúrinni sem er þar. Haltu hnappinum inni þar til ljós birtist á hnappinum, það byrjar á rauðu (hæstu) stillingunni.Smella þarf 1 sinni til að skipta um stillingu, ef í rauðu, kemur græna, ef í grænu, kemur bláa, ef í bláu, kemur rauða.Halda skal inni hnappinum þar til ljós slökknar til að slökkva á hitanum.
Shell fabric 100% Polyamide
Contrast fabric 97% Polyester / 3% Elastane
Lining 100% Polyester
Padding 100% Polyester, Dupont™ Sorona® Sustans® 100 g/m²