Orvis Helios 3D
Flugustöngin Helios 3D var hönnuð með löng köst í huga án þess að fórna nákvæmni og hún hittir í beint mark í hvert einasta skipti.
Orvis kom með nýja tækni sem nær að einbeita orkunni sem byggist upp í kastinu á nákvæma tímapunktinum sem þú sleppir línunni, sem þýðir að ef þú hittir ekki á staðinn sem þú ætlaðist til, þá getur þú því miður ekki kennt stönginni um.
Helios 3D er aðeins öðruvísi frá 3F á þann hátt að hún kastar lengra og skýtur línunni hraðar, frábær í köst í miklum vindi eins og hér á Íslandi, mjög gott fyrir þyngdar flugur.
Helios 3, bæði F og D eru léttustu stangir sem Orvis hefur framleitt, ef það segir ekki nóg þá eru þær líka sterkustu stangir í sögu Orvis.
Aukinn styrkur í veggjum stangarinnar (sjá mynd „Hoop strength“ hér fyrir neðan) minnkar titring í stönginni þegar þú sleppir (sjá mynd 1A og 1B), þetta er tæknin sem gerir Helios-inn svona rosalega nákvæman.
Það er endalaust hægt að skrifa um nýju Helios 3 stöngina en meðfylgjandi myndbönd mikið meira en orð geta.
sjá nánar